FJELDSTED & BLÖNDAL | UM OKKUR
7360
page-template-default,page,page-id-7360,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-2.8,wpb-js-composer js-comp-ver-4.12,vc_responsive

STARFSEMI

Fjeldsted & Blöndal veitir fjölbreytta lögfræðiþjónustu í tengslum við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Það er markmið lögmanna Fjeldsted & Blöndal að veita viðskiptamönnum sínum gæða lögfræðiþjónustu með öruggum, skilvirkum og hagkvæmum hætti. Þjónustan er fyrst og fremst sniðin að þörfum fyrirtækja og stofnana en einstaklingum er einnig veitt þjónusta á þeim sérsviðum sem Fjeldsted & Blöndal starfar á. Innan vébanda Fjeldsted & Blöndal eru lögmenn sem hafa mikla reynslu af lögmannsstörfum og þjónustu við fyrirtæki og stofnanir, bæði hér á landi og erlendis. Starfsmenn skrifstofunnar hafa einnig reynslu og þekkingu sem kennarar og fræðimenn á háskólastigi og sem innanhússlögfræðingar hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Fjeldsted & Blöndal leggur ríka áherslu á að sinna viðskiptamönnum sínum bæði fljótt og vel og vinna að hagkvæmum lausnum á þeim viðfangsefnum sem unnið er að á hverjum tíma. Viðskiptamenn Fjeldsted & Blöndal geta treyst á að hagsmunum þeirra verði sinnt af festu og þeim haldið til haga á eins öflugan hátt og völ er á. Vegna sveigjanleika og hagkvæmni í starfsemi skrifstofunnar er unnt að veita viðskiptamönnum gæðaþjónustu gegn hæfilegu endurgjaldi.

SAGA

Lögmannsstofan var stofnuð árið 1909 af Lárusi Fjeldsted, þá yfirrjettarmálflutningsmanni, að Lækjargötu 2 í Reykjavík. Þetta var ein af fyrstu lögmannsstofum landsins og starfsemin hefur mótast með þeim miklu breytingum sem hafa orðið á íslensku samfélagi á þessum tíma. Frá upphafi hafa lögmenn stofunnar haft það að meginmarkmiði að veita hágæða lögmannsþjónustu. Á þeim rúmu 100 árum sem stofan hefur starfað, hefur skapast traustur grunnur, sem tryggir gæðaþjónustu á öllum sviðum. Markmið stofunnar er að veita fyrirtækjum og stofnunum gæða lögfræðiþjónustu og þjónusta viðskiptamenn  með öruggum, skilvirkum og hagkvæmum hætti. Fjeldsted & Blöndal veitir fjölbreytta lögmannsþjónustu sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna af lögfræðistörfum bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Þjónustan er fyrst og fremst sniðin að þörfum fyrirtækja og stofnana en einnig er einstaklingum veitt þjónusta á þeim sérsviðum sem stofan starfar á. Starfsmenn skrifstofunnar hafa mikla reynslu af lögmannsstörfum og þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Starfsmenn skrifstofunnar hafa einnig reynslu og þekkingu sem kennarar og fræðimenn á háskólastigi og sem innanhússlögfræðingar hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Áhersla er lögð á að sinna viðskiptamönnum  bæði fljótt og vel og vinna að hagkvæmum lausnum á þeim viðfangsefnum sem unnið er að á hverjum tíma. Viðskiptamenn Fjeldsted & Blöndal geta treyst á að hagsmunum þeirra verði sinnt af festu og þeim haldið til haga á eins öflugan hátt og völ er á. Vegna sveigjanleika og hagkvæmni í starfsemi skrifstofunnar er unnt að veita viðskiptamönnum gæðaþjónustu gegn hæfilegu endurgjaldi.